Ástríðan okkar fyrir ferðalögum knýr okkur áfram til að skapa sérsniðnar upplifanir sem fara djúpt inn í kjarna hvers áfangastaðar.
Við bjóðum upp á allt frá flugi, gistingu og akstri yfir í dagskrá, golf-/skíðadaga, leiðsögn og sérvalin upplifunaratriði. Nákvæm atriði eru skýrð í hverri ferðalýsingu.
Við veljum aðeins hágæða hótel, lúxusgistingu eða sjarmerandi boutique hótel sem uppfylla okkar ströngu gæðastaðla.
Það fer eftir áfangastað, en við mælum með desember til mars fyrir Evrópu og Japan.
Já, í öllum golfferðum er innrituð taska og ferðagolfpoki. Í öllum skíðaferðum er innrituð taska ásamt töskum fyrir skíða og skóbúnað.
Já, í flestum tilvikum er hægt að sérsníða ferðina að þínum óskum. Hvort sem það snýr að gistingu, veitingum eða öðrum upplifunum. Við vinnum með þér að skapa ferð sem hentar þínum þörfum og væntingum.
Við bjóðum eingöngu upp á ferðir á hágæða golf- og skíðasvæði þar sem gæði og aðstaða er í hæsta gæðaflokki. Við leggjum sérstaka áherslu á nýja og spennandi áfangastaði sem lítið eða ekkert verið í boði áður á íslenskum markaði.
Já, við getum sérsniðið ferð á draumaáfangastaðinn fyrir þinn hóp eða á einn af okkar áfangastöðum, með eða án fararstjórnar. Sendu okkur línu.
Í flestum tilvikum já – við erum sveigjanleg og gerum okkar besta til að aðlaga ferðirnar að þínum óskum.